Til að hafa samband við okkur er best að senda tölvupóst í 
matur@gardskalinn.com

Borðapantanir s. 441-7611

Bókhald / reikningar 697-7006


Garðskálinn er lítið og notalegt fjölskyldurekið bistro / kaffihús í eigu hjónanna Ægis og Írisar. Það er staðsett á neðri hæð Gerðarsafns í Kópavogi.

 

Við í Garðskálanum leitumst við að hafa hráefni ferskt og einfaldan mat sem gleður augað og magann. Við bökum kökurnar okkar og súrdeigsbrauðin sjálf og gerum allan mat frá grunni. Matseðillinn er síbreytilegur þar sem við elskum að breyta og bæta og prófa nýja hluti enda hefur hann Ægir okkar óþrjótandi ímyndunarafl þegar kemur að spennandi mat! 

 

Ægir Friðriksson eigandi og yfirkokkur hefur starfað víða á sínum ferli, m.a. aðstoðaryfirkokkur á Grillinu á hótel Sögu, þar sem hann lærði einnig. Hann hefur starfað í Barcelona, Skólabrú, verið yfirkokkur á hótel Reykjavik Natura og Satt og núna síðast verið yfirkokkur á Flórunni í Grasagarðinum. 

Íris Ágústsdóttir eigandi, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Garðskálans sér um  allar hliðar hönnunarinar og rekstrar hlið staðarins. 

 

Garðskálinn er einnig með veisluþjónustu og tekur að sér allt frá 10 manna súpu veislu að stærri pinnaveislum út úr húsi.
Sendið okkur línu með fyrirspurnir um verð og bókanir á matur@gardskalinn.com


Bakgrunnur: Iris Agusts