Nýtt og dásamlegt ár hafið

Kæru vinir og velunnarar. Nú er hafið nýtt ár sem byrjar svona aldeilis vel! Við tókum okkur gott jólafrí og lokuðum með Gerðarsafni yfir jól og áramót og nutum hátíðanna með fjölskyldu og vinum.

Við gleðjumst yfir mikilli aðsókn okkar yndislegu viðskiptavina á nýju ári og sérstaklega erum við glöð yfir viðtökum ykkar á bruchinum okkar, en nú er svo komið að það er vissara að panta sér borð til að tryggja sér sæti um helgar.

Einnig er byrjað að bókast hjá okkur yfir fermingartímabilið, bæði í sal og veislur út úr húsi, svo ekki er seinna en vænna en að hafa samband og athuga hvort að við séum laus.

Kær kveðja, Garðskálafjölskyldan

Bakgrunnur: Iris Agusts