Jólajazz og sælkerastund í Garðskálanum

Ægir verður með létt spjall í sælkerastund næstkomandi laugardag, 19. desember. Fágætir íslenskir ostar úr ostakjallaranum paraðir saman við gæðabjóra og eðalhvítvín verða í forgrunni á matseðli og einnig fæst smurbrauð og kaffiveitingar. Ægir mun kynna jólakræsingar ásamt matar- og vínsérfræðingum og bjóða gestum og gangandi upp á matarráðgjöf. Eins verður hægt að kaupa góðgæti úr smiðju Garðskálans, þar á meðal hátíðarpaté, karamellufíkjur og appelsínusíld.

Sælkerastundin hefst kl. 15 og mun Smart2 Djassdúó flytja ljúfa jólatóna. Dúóið skipa Marteinn Sindri Jónsson píanóleikari og Birkir Blær Ingólfsson saxafónleikari.

///

STÚDÍÓ GERÐAR : Jólakortasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Opin jólakortasmiðja stendur nú yfir í Stúdíói Gerðar á neðri hæð Gerðarsafns. Smiðjan er sett upp í tengslum við verk Barböru Árnason (1911-1975) og má þar sjá fjöldi myndskreytinga sem Barbara gerði fyrir barnabækur og jólakort. Smiðjan er tilvalin skapandi samverustund fyrir alla fjölskylduna í skemmtilegu umhverfi.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Bakgrunnur: Iris Agusts